BYGGÐU MEÐ REYNSLU
EININGAHÚSAFRAMLEIÐANDI
Þegar kemur að byggingum þá er gríðarlega mikilvægt að komast hjá því að lenda í einhverju óvæntu. Því er notast við þau efni sem komin er mikil reynsla á.
Arkitek hjálpar þér að komast á leiðarenda, þannig að útkoman sé farsæl og góð fyrir þig.
Búið er að sameina helstu kosti sænska byggingarmátans með þeim íslenska, þannig að útkoman verði sem best fyrir þig sem viðskiptavinur.
Helstu kostir húsanna frá Arkitek er:
-
Góð einangrun
-
Mikill styrkur burðarvirkis
-
Gríðarlega mikill vindstyrkur, þar sem krossviður er límdur utaná burðargrindina
-
Góð öndun
-
Gott loft inni í húsunum
Sofðu rótt og byggðu með reynslu.
GÆÐI TIMBURS
Timbrið sem unnið er með kemur frá Svíþjóð sem eykur gæði hússins gríðarlega miðað við timbur sem kemur frá heitari löndum.
Hver hringur í táknar hversu mikið timbrið sprettur á einu ári. Ef það er langt á milli hringja, þá hefur viðkomandi tré sprottið hratt, ef það er stutt þá hefur tréið sprottið hægar.
Hægari spretta er á kaldari svæðum eins og í Svíþjóð.
Því styttra sem er á milli hringja þeim mun sterkara er tréið. Timbrið tekur ekki í sig jafn mikinn raka og þau tré sem vaxa hraðar.
Þessi þáttur hefur bein áhrif á endingu hússins og því mælum við með að kaupa hús frá Arkitek ehf.
FESTINGAR KLÆÐNINGAR
Við notumst við ryðfría nagla þegar kemur að festingum utanhúss. Að notast við ryðfrítt þegar kemur að festingum fyrir klæðningar hámarkar endingu og gæði hússins.
Ef notast er til dæmis við galvaniserað efni þá er hjúpurinn aðeins með góða húð, og ef viðkomandi saumur gefur eftir þá myndast ryð og húsið þitt fær ryðtauma eftir einhvern tíma.
ÞAKIÐ
Ef ekki eru einhverjar sér óskir og þakhallinn uppfyllir að notast sé við bárujárn, þá er AluZink 0,6mm okkar fyrsta val.
Ástæða þess er að íslenskar aðstæður eru gríðarlega erfiðar og þökin þurfa bestu vörnina sem í boði er.
Sé valin litur á aluzinkið þá notum við 0,5mm þykkt efni.
Í báðum tilfellum þá er þetta það þykkasta sem í boði er á íslenskum markaði þegar kemur að aluzinki.
Einangrun í þaki er standard 220mm þykk, sem uppfyllir íslenskar kröfur.
Hægt er að bæta við 45mm af steinull í þakið sem val*
*Sú breyting gefur um 3-4% sparnað á varmaþörf hússins.
GLUGGAR
Gluggar koma frá sænskum framleiðanda (Nordiska fönster) sem hefur verið lengi á markaðnum og er í dag einn af leiðandi fyrirtækjum þegar kemur að gluggum og útidyrahurðum á norðurlöndunum.
Um 35% af orkunotkun hússins þíns fer út í gegnum glugga og hurðar, að notast við 3 falt gler sem er standard hjá okkur þá er sparnaðurinn gríðarlega mikill þegar kemur að orkunotkun hússins.
Yfirleitt erum við með ál að utanverðu og timbur að innanverðu. En sú samsetning gefur gluggunum mikla endingu og skapa gott andrúmsloft inni.
*Að notast við þrefalt gler í samanburði við tvöfalt gler gefur okkur sparnað á orkunotkun hússins um u.þ.b 12%
ÚTVEGGIR
Veggir koma í allt að 9,0m lengjum, sem tryggir gríðarlega mikinn hraða við uppbyggingu hússins.
Þyngd veggja er mismunandi en yfirleitt eru þeir á milli 500-900kg.
Uppbygging veggjanna:
-
Panell, grunnmálaður + ein umferð af lit
-
28x70 standandi loftunargrind með músaneti neðst
-
12mm krossviður sem er límdur á burðargrindina.
-
45x170 burðargrind sem er einangrunarfyllt*
-
Rakavarnarlag
-
45mm lagnagrind
Veggirnir eru búnir að sanna sig þegar kemur að íslensku veðurfari og hafa þurft að þola gríðarlegt vindálag við uppsetningu.
*Þessi uppbygging er 25mm þykkari en standard veggur á Íslandi og gefur okkur yfir 2% sparnað á varmatapi hússins.
SÖKKULKERFI
Húsin eru sett á sænskt sökkulkerfi sem hefur verið notast við á norðurlöndunum frá miðri síðust öld.
Helstu kostir kerfisins eru eftirtaldir:
-
Léttar einingar við uppsetningu
-
Einfalt kerfi við uppsetningu
-
3x þykkari einangrun en venjulega er notast við á Íslandi,
-
Engin kuldabrú inn í húsin*
-
Uppsetningahraði er mikill
-
Þú þarft aðeins að fá steypubíl einu sinni á staðinn
-
Allar lagnir eru bræddar inn í hvert lag af plastinu**
-
Fyllt er að kerfinu með möl og því er ekki hætta á að kerfið springi út þegar steypt er.
*Sparnaðurinn í upphitun hússins er á milli 4-6% á því að notast við viðkomandi kerfi.
ORKUNOTKUN
Við samantekt á Arkitek húsum í samanburði við hefðbundna uppbyggingu húsa á Íslandi þá eru tölurnar sláandi.
-
Sökkulkerfi sparar um 5%
-
Útveggir spara um 2%
-
Gluggar spara um 12%
-
Sé bætt við 45mm einangrun í þakið þá 3-4%
-
Samanlagt er sparnaðurinn í kringum 20% á orkunotkun hússins*
Algeng tala við upphitun húsa á Íslandi er um 150.000-200.000kr á ári, mismunandi eftir svæðum, út frá upplýsingum frá Byggðastofnun.
Miðað við það þá er sparnaður við upphitun húsanna um 30-40.000 á ári. Ef þú ert með stærri eign þá er sú tala hærri.
*Viðkomandi tölur eru byggðar á meðaltali útreikninga á 2 mismunandi húsum sem þegar er búið að byggja.
**Reynslutala frá einum eiganda er meðalnotkun á heitu vatni er 23 lítrar á klst yfir árið.
CE Merking
Arkitek vinnur einungis með gæðaefni, sem hefur fengið CE merkingu. Þannig að hver einasta skrúfa hefur vottun á bak við sig.
Allt timbur sem notast er við kemur úr sjálfbærum skógum í Svíþjóð sem eru stutt frá sögunarmillu.
Flutningsvegalengd á húsunum frá verksmiðju til Íslands er með þeim allra lægstu sem í boði eru.
Þetta gerum við til að tryggja að kolefnissporið á einingahúsunum er sem lægst.
Svansmerking
Arkitek hefur hafið það ferli að aðlaga sín hús að kröfum Svansmerkisins. Þetta gerir byggingarverktökum auðveldara fyrir til að fá Svansmerkingu á sín hús.
Kröfur Svansins ná yfir alla helstu umhverfisþætti eða í framleiðslu vöru svo sem orku– og hráefnanotkun, losun mengandi eða hættulegra efna, umbúðanotkun, flutning og meðhöndlun úrgangs.
Umhverfið skiptir okkur hjá Arkitek gríðarlega miklu máli og við sýnum ábyrgð í verki.