top of page
Mynd fyrir heimasíðu.jpg

ARKITEK

Arkitek vinnur annarsvegar sem hönnunar- og ráðgjafarstofa og hins vegar sem innflutningsaðili á sænskum einingahúsum og efnispökkum til húsbygginga í samvinnu við sænska húsaframleiðendur.

Arkitek framleiðr hágæða einingahús frá grunni samkvæmt ströngustu byggingastöðlum í Svíþjóð og Íslandi.

Einingahúsin eru hagkvæm og hvergi er slegið slöku við vandaðan frágang og gæði byggingarefna.

Einingahúsin uppfylla allar kröfur íslensku byggingareglugerðarinnar og gott betur þar sem þau eru m.a. með þykkari einangrun í útveggjum en íslensk byggingareglugerð gerir ráð fyrir og þreföldu einangrunargleri í gluggum. 

Í þjónustu okkar felst hönnun og uppsetning á:

  • Einbýlishúsum

  • Parhúsum

  • Raðhúsum

  • Sumarhúsum

  • Deiliskipulagi

- VIÐ GERUM FÖST  VERÐTILBOÐ - 

HEIM: Välkommen

VERKEFNI

SKEMMTILEG HÖNNUN

Óskað var eftir opnu og nútímalegu húsi. 

Stofan átti að vera rúmgóð og skemmtileg, eldhúsið í sama flæði og stofan. Baðherbergið átti að vera stórt og rúmgott. Fjöldi herbergja áttu að vera 4+1 skrifstofa/gestaherbergi.

Útkomuna er hægt að skoða með því að smella á textann hérna fyrir neðan.

Hús.JPG

FYRSTA HÆÐ

Mikið flæði er í þessari eign. Sem gefur möguleika á að halda sínu einkasvæði (svefnherbergjum) sér. 
Gengið er inn í anddyri sem er með fataskáp á hægri hönd og handklæðaofn á vinstri. 
Bílskúr í beinni tengingu við anddyrið og opið tengirými kemur þér inn í eldhús, stiga, stofu, bað og þvottahús.

06.JPG

ÖNNUR HÆÐ

Þegar upp er komið tekur við eitt fallegt alrými sem er með tengingu við stofuna. Tvö stór svefnherbergi eru á þessari hæð sem eru bæði með fataherbergi. Aðgengi er úr báðum herbergjunum á stórar og fallegar svalir sem nýttar eru sem útsýnissvalir fyrir fallegt landslag og sjó.
Barnaherbergin eru með frönskum svölum sem gefur hvoru herbergi skemmtilega möguleika.

07.JPG

HVERNIG VIRKAR ÞETTA

1. VAL Á LÓÐ

Í upphafi er valin lóð og kannaðar eru kvaðir lóðarinnar.

2. VAL Á HÚSI

Þegar staðsetning liggur fyrir er húsið hannað m.t.t óska og þarfa viðskiptavinar. Í því felst stærð húss, fjöldi herbergja o.s.frv. 

3. VERÐTILBOÐ

Þegar búið er að hanna húsið þá gefum við þér fast verðtilboð í húsið, komið á lóðina hjá þér.


4. SAMNINGUR

Gerður er samningur á milli aðila um hvernig haga skal málum.  Húsið er greitt í eftirtöldum greiðslum:

1) Á þessu stigi greiðist 7% af heildar upphæð samnings fyrir gerð aðaluppdráttar.  

2) Við pöntun á húsi greiðist 25% af heildarupphæð samnings.

3) 14 virkum dögum fyrir afhendingu hússins frá verksmiðju greiðist 43% af samningi. 

4) 20% kaupverðs greiðsit fyrir tollun hússins.

5) 30 dögum eftir afhendingu greiðist 5% kaupverð. 

Sé komið með bankaábyrð þá breytist greiðsluflæðið. 

5. UPPSETNING

Ef samið er um uppsetningu hússins, bætast við greiðslur eftir hvern verkþátt:

1) Steyptur sökkull

2) Burðarvirkið uppkomið

3) Fokheld bygging

4) Innveggir ofl.


Hvert hús er einstakt og því er gerður sérstakur samningur við hvert hús.

SAMSTARFSAÐILAR VIÐ UPPSETNINGU

Ólafur í Húsheild_edited.jpg

ÓLAFUR
RAGNARSON

Norðurland

Á fyrirtækið Húsheild ásamt bróður sínum Hilmari Ragnarssyni. Eru þeir með áralanga reynslu við uppsetningu einingahúsa. Þeir hafa meðal annars sett upp einbýlishús og raðhús frá Mjöbäcks.

Sími: 856-5040

Einar_Sveinbjörnsson_edited_edited.jpg

EINAR BIRKIR SVEINBJÖRNSSON

Vestfirðir

Byggingafræðingur og húsasmíðameistari með mikla reynslu hvað varðar húsbyggingar.

Sími: 868-4098

Helgi holm_edited_edited.jpg

HELGI HÓLM MAGNÚSSON

Höfuðborgarsvæðið

Á húsasmíðafyrirtæki með Steinari Jónssyni. Eru þeir með gríðarlega mikla reynslu af uppbyggingu húsa. Þegar samanlögð reynsla er lögð saman nær hún yfir 60 ár.

Sími 891-9428

Við erum virkilega lukkuleg með að hafa hitt á Ingvar. Þar sem við viljum vanda til verka en erum leikmenn þegar kemur að húsbyggingum, verðum við eins og aðrir að treysta fagaðilanum.

Við sáum það að Ingvar hafði unnið heimavinnuna sína þegar kom að efnisvali, verksmiðjum og samsetningu. Það kom endurtekið fram að hann var ekki að reyna að selja okkur sína vöru heldur rýndi í hlutina af heiðarleika. 

Þar fyrir utan er hann einstaklega jákvæður og þægilegur í öllu viðmóti, viljugur til að leysa málin, koma með nýja vinkla, og þolinmóður við að útskýra og fara með okkur í gegnum hlutina. Við fundum að hann lagði sig 150 prósent fram við að finna þær lausnir sem hentuðu okkur og lagði á sig aukakróka við að athuga frekar og finna út úr hlutunum.  VIð upplifðum aldrei neina pressu með að fara ákveðnar leiðir, einungis ábendingar, útskýringar og góðar lausnir. Samvinna af bestu gerð.

Þegar við hittum hann í byrjun ferlisins og báðum hann að bera saman mismunandi tilboð kom strax fram þessi ráðvendni sem maður kann alltaf sérstaklega vel að meta og sem við urðum vör við í gegnum allt ferlið.  

Við gætum ekki verið ánægðari.

Margrét og Sigvaldi
Merkurhraun 10

EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND!

INGVAR JONSSON

(+354) 846 7571

(+46) 768 367 571

ingvar@arkitek.is

Skrifstofan.JPG

SKRIFSTOFA

Hér verður teikningin þín til

Ein stærsta ákvörðun lífsins er að byggja sér hús, gerðu það faglega þannig að þú getir sofið rótt.

Hægt er að nýta sér nútímatækni og halda fundi í gegnum fjarfundarkerfi eða með því að bóka fund og ræða málin.

Þitt er valið.

MYNDIR AF NOKKRUM VERKEFNUM FRÁ HÖNNUÐI

Villt þú sérhanna einingahúsið þitt, ekkert mál!

001
003
Screenshot 2023-12-27 135916
Screenshot 2023-12-27 135357
Self. 01
Steinar 3
Steinar 2
Steinar1
Viðbygging 1
Viðbygging 2
thorbj
Palli á flúðum
Evert 1
Evert 2
Hjalli 2
Hjalli
Arnarhlíð 7.1
Arnarhlíð 7
Bjarni 3
Bjarni 2
Bjarni 1
Deiliskipulag2.JPG
Deiliskipulag.JPG
Deiliskipulag4.JPG
Deiliskipulag3.JPG
a3.JPG
a6.JPG
Deiliskipulag6.JPG
a5.JPG
a2.JPG
a1.JPG
a4.JPG
00.JPG
01.JPG
03.JPG
02.JPG
61.JPG
71.JPG
12.JPG
13.JPG
51.JPG
52.JPG
21.JPG
23.JPG
22.JPG
24.JPG
32.JPG
31.JPG
33.JPG
Deiliskipulag5.JPG
Deiliskipulag7.JPG
bottom of page