
ÍÞRÓTTASTYRKUR
ARKITEK STYRKIR LEIÐTOGA FRAMTÍÐARINNAR!
Hjá Arkitek hönnum við fyrir framtíðina. Við trúum því að öflugt íþróttastarf sé einn mikilvægasti grunnurinn að sterku samfélagi þar sem agi, metnaður og liðsheild mætast.
Eigandi Arkitek hefur í mörg ár upplifað jákvæð áhrif íþrótta víða um heim. Við höfum því styrkt íþróttafólk undanfarin ár og ætlum að gera enn betur á því næsta!
Við leitum að 6 fyrirmyndum (3 strákum og 3 stelpum) sem munu hljóta 100.000 kr. afreksstyrk frá Arkitek.
Hverjir geta hlotið styrkinn?
Við höfum þrengt valskilyrðin í ár til að styðja við þá sem stefna allra lengst:
✅ Fædd(ur) 2005 eða síðar.
✅Búseta á Íslandi.
✅ Er góð fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar (prúðmennska, elja og ástundun).
✅ Stendur frammi fyrir kostnaðarsömu verkefni á næstunni (t.d. landsliðsverkefni, keppnisferð erlendis eða tækjakaup).
Til að fá að vera með í þessu þá þarf að setja like á síðu Arkitek (facebook og á Instagram) og deila færslunni. Skjáskot af því og eftirtalin atriði skal senda á ingvar@arkitek.is
1. Upplýsingar um umsækjanda:
-
Íþróttafélag: [Nafn félags og deildar]
-
Tengiliður (þjálfari/stjórnarmaður): [Nafn og netfang]
2. Upplýsingar um íþróttamanninn:
-
Nafn: [Fullt nafn]
-
Fæðingarár: [Verður að vera 2005 eða síðar]
-
Íþróttagrein: [Grein]
3. Rökstuðningur fyrir tilnefningu (hámark 200 orð):
-
Hér þarf að koma fram hvers vegna þessi einstaklingur er valinn sem fulltrúi félagsins. Hvernig er hann góð fyrirmynd fyrir aðra iðkendur (t.d. mætingar, hegðun, aðstoð við aðra)?
4. Framtíðarverkefni og þörf:
-
Lýsið stuttlega því verkefni sem styrkurinn á að styðja við (t.d. keppnisferð, sérhæfður búnaður eða æfingabúðir erlendis). Hvernig mun þessi 100.000 kr. styrkur breyta stöðunni fyrir iðkandann?
5. Staðfesting á samþykki:
-
[ ] Ég staðfesti að viðkomandi iðkandi og forráðamenn hans gefa samþykki fyrir því að mynd af afhendingu styrksins megi birtast á miðlum Arkitek ef af úthlutun verður.
#Arkitek #Stuðningur #Íþróttir #Framtíðin #Afreksstyrkur
