top of page
Screenshot 2024-02-01 134000_edited.png

SANDSÁRBAKKI 9 OG 11

Val á lóð

Þegar við völdum lóðina skoðuðum við nokkra hluti:

  • Fjarlægð í vatn, rafmagn og ljósleiðara.

  • Hversu djúpt þarf að grafa.

  • Eru vegirnir að lóðinni nógu góðir til að flytja 40ft gáma.

  • Fjarlægð frá Reykjavík

Lóðin.png

Gröftur

Við mælum fyrir húsinu og skipuleggjum verkið í samráði við verkkaupa.

Þegar búið er að fylla í grunninn þá fáum við þjöppuprófun á púðann.

Þjöppuprófun.png

Sökkulkerfi

Við setjum upp sökkulkerfið og fáum múrara til að steypa fyrir okkur. 

Klárt sökkulkerfi.png

Teikningar

Við teiknum upp húsið og vinnum teiknisettið í samræmi við deiliskipulag. 

Skilum teikningunum inn rafrænt og fáum þær samþykktar.

Eftir það sækjum við um tryggingu Byggingastjóra og hefjum svo framkvæmdir.

001.png

Fráveita

Við merkjum fyrir öllum veggjum og öllum fráveiturörum áður en við hefjum að grafa fyrir lögnum. Þá fáum við lagnirnar réttar upp í gegnum sökklana

Merking.png

Framleiðsla

Samhliða því sem við setjum upp sökklana á Íslandi þá erum við með nokkra smiði í Svíþjóð sem setja saman einingarnar fyrir okkur.

Smiðirnir í Svíþjóð.png

Steypuvinna

Við vinnum með fagmönnum og látum þá sjá um steypuvinnuna fyrir okkur. 

Samhliða kaupum við steypu af viðurkenndum aðilum þannig að við höldum gæðunum uppi. 

Steypa.png

Annað enfi kemur í lokuðum gámum

Við reynum eftir fremsta megni að pakka sem mestu af efninu inn í gáma. 
Þá er efninu pakkað á þann hátt að hægt er að vinna sig inn í gáminn í samræmi við það hvernig húsin eru byggð, án þess að forfæra of mikið.

Gámur.png

Hurðar

Við fengum Nordan (sænskt fyrirtæki) til að sérframleiða hurðar fyrir okkur. 

- 3ja punkta læsing

- 3ja laga gler

- Ryðfrítt í lömum

Screenshot 2024-06-26 224104.png

Flutningur á húsum

Við pökkum húsunum á fleti í Svíþjóð og flytjum þau til Íslands. 

Til að draga sem mest úr flutningsskaða þá kemur efsti og neðsti panellinn í lausu.

Flutningur.png

Þak

Við kaupum aluzink á Íslandi 0,6mm þykkt. 
Steinullin í þakið er einnig keypt á Íslandi. Annað efni er flutt inn.

Þak.png

Sýningarhúsin eru komin upp

Sjón er sögu ríkari. Þið eruð velkomin að koma til okkar og skoða húsin, hringið í Ingvar 846-7571 og mælið ykkur mót.

Húsin 3.png
bottom of page