Arkitek ehf. styrkir íþróttafólk
Við hjá Arkitek kappkostum að því að styrkja einstaklinga og samtök sem gefa gott af sér. Þeir sem hafa hlotið styrki hjá okkur hafa stuðlað að heilbrigðum lífstíl hjá fólkinu í kringum sig bæði með því að deila kunnáttu og með því að vera góð fyrirmynd.
Þríþraut
Þríþrautarklúbburinn Miðnæturs stríðsmenn er klúbburinn sem Arkitek mun styðja 2024. Þetta er hópur fólks sem aðstoðar börn og ungmenni við æfingar og daglegt amstur. Við hjá Arkitek styðjum við klúbbinn þannig að hann geti haldið áfram að vera góð fyrirmynd allra.
Haldið áfram að gera ykkar besta :)
Erik Wickström
Erik Wickström
Erik hefur langa keppnissögu að baki þegar kemur að gönguskíðum. Hann hefur unnið til ótal verðlauna sem íþróttamaður og er gríðarlega góð fyrirmynd fyrir unga fólkið í samfélaginu.
Hafir þú áhuga á að komast í þjálfun hjá honum þá mælum við hjá Arkitek með honum sem þjálfara. Bæði í einkatíma og sem fjarþjálfun.
Alexander Berggren
Alexander kemur í grunninn úr sundinu en hefur nú síðastliðin ár lagt áherslu á þríþraut og þá aðallega IronMan keppnir. Hann er með mikið af æfingaferðum út um Evrópu sem eru sniðnar að þríþrautinni. Endilega komdu þér í samband við hann ef þú ætlar að koma þér lengra í þríþrautinni :)
Við hjá Arkitek erum gríðarlega stolt að geta aðstoðað þennan unga mann í að ná sínum markmiðum.
Bergspring
Sameiginlegur staður fyrir fólk sem vill stunda heilbrigðan lífstíl. Viðkomandi hópur stundar víðavangshlaup víða í Evrópu og vill sameina hlaupara til að mætast og hafa gaman.
Arkitek telur að viðkomandi hópur sé gríðarlega mikilvægur, þannig að fólk hugsi betur um sína heilsu. Því erum við stolt af því að kalla okkur styrktaraðilar viðkomandi hóps.
Hafir þú áhuga á að keppa fyrir þeirra hönd þá er bara að láta heyra í sér :)
LANDSBJÖRG
VIÐ STYRKJUM LANDSBJÖRG EINS OG ALLIR AÐRIR ÆTTU AÐ GERA.
Bridge
Við vitum að það er ekki nóg að rækta líkamann þar sem hugurinn þarf að fylgja með. Bridge er gríðarlega góð íþrótt fyrir hugann og erum við því stolt af því að styrkja hóp áhugasamra bridgespilara sem taka þátt í Íslandsmótinu í Bridge 2023
SK Elfsborg
Sameiginlegur staður fyrir fólk sem vill stunda heilbrigðan lífstíl. Viðkomandi hópur stundar sund og er klúbburinn einn sá besti í Svíþjóð.
Að styrkja viðkomandi kúbb gerum við með ánægju.
Jólasveinninn
Tobias Guldtrand er gull að manni sem hefur aðstoðað börn sem hafa fengið krabbamein. Nú hefur hann safnað saman peningum í mörg ár til að styrkja rannsóknir á krabbameini samhliða því að aðstoða börn á þessum erfiðu tímum.
Hans mottó er að börn eiga að geta verið börn þó svo að þau séu með krabbamein.
Af hverju að styrkja?
Við hjá Arkitek erum ekki einungis að byggja upp hús, við viljum stuðla að betra samfélagi.
Þar sem við erum með starfsemi bæði í Svíþjóð og á Íslandi þá erum við með styrki á báðum stöðum.
Hafir þú áhuga á að fá aðstoð þá er bara að hafa samband og sækja um.
Hjálpmst að við að gera heiminn betri :)
Við styrktum í fyrra meðal annars Fimleikadeild Fylkis og 10. bekk Norðlingaskóla vegna leikrits.